Visithorga.is

Árið 1880 var stofnaður gagnfræðaskóli á Möðruvöllum, sem var undanfari Menntaskólans á Akureyri. Á tímum skólans bjuggu á Möðruvöllum margir merkismenn

Leikh˙si­ M÷­ruv÷llum

Árið 1880 var stofnaður gagnfræðaskóli á Möðruvöllum, sem var undanfari Menntaskólans á Akureyri. Á tímum skólans bjuggu á Möðruvöllum margir merkismenn sem unnu mikilvægt brautryðjendastarf í skólamálum og á sviði náttúruvísinda. Möðruvallaskóli var þó einungis starfræktur í 22 ár því þegar skólahúsið brann árið 1902 var skólinn fluttur til Akureyrar. Einu sýnilegu minjar skólans sem eftir eru á Möðruvöllum er s.k. Leikhús sem var byggt sem leikfimihús og pakkhús.

Leikhúsið er á jarðamörkum Möðruvalla I og Möðruvalla II og liggur á milli ráðsmannshússins og prestssetursins. Samkvæmt landskrá FMR er byggingaár Leikhússins 1880, en sennilega er það byggt aðeins seinna (1881). Húsið er um 120 fermetrar á tveimur hæðum og er í eigu Amtmannssetursins.

Framkvæmdir við að bjarga húsinu frá eyðileggingu hófust 1992 en vorið 2002 hófst endurbyggingin af krafti og henni lauk 2007 með vígslu 26. maí það ár.

Leikhúsið er félags- og safnaðarheimili, gestamóttaka fyrir ferðamenn og minjasafn um Möðruvallaskóla. Verið er að safna munum sem tengjast Möðruvallaskóla (gamlar ljósmyndir, ýmis rit og handverk) og verður þeim komið þar fyrir eins og mögulegt er. Góð fundar- og fyrirlestraaðstaða er á loftinu sem ýmsir í byggðarlaginu geta nýtt sér. Aðstaðan er einnig leigð út til einstaklinga og félagasamtaka.


til baka

Um vefinnTilgangur vefsins er að kynna þá þjónustu sem er í boði á Hörgársvæðinu.
Flokkun á þjónustunni efst á vefnum auðveldar leitina að réttu þjónustunni.

SvŠ­i

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf