Visithorga.is

Stefánsfjósið er nefnt í höfuðið á Stefáni Stefánssyni bónda, skólameistara og náttúrufræðingi. Stefánsfjós er bygging með einstaka sögu. Það er að stórum

Stefßnsfjˇs M÷­ruv÷llum

Stefánsfjósið

er nefnt í höfuðið á Stefáni Stefánssyni bónda, skólameistara og náttúrufræðingi. Stefánsfjós er bygging með einstaka sögu. Það er að stórum hluta byggt úr dönskum tígulsteini sem Friðrik VI Danakonungur gaf upphaflega til byggingar á nýju amtmannssetri eftir að amtmannsstofan á Möðruvöllum brann árið 1826. Húsið sem fékk nafnið Friðriksgáfa brann síðan 1874. Seinna var steinninn nýttur í skólahúsið á Möðruvöllum sem brann 1902. Eftir brunann keypti Stefán Stefánsson múrsteininn og notaði í fjósbyggingu að danskri fyrirmynd.

Stefánsfjós er vel staðsett á Möðruvallahlaðinu norðan við ráðsmannshúsið.

Samkvæmt landskrá FMR er byggingaár Stefánsfjóss 1897 en sá hluti, sem var mest úr torfi og grjóti, er löngu horfinn.

Það sem eftir stendur var byggt á árunum 1902 – 1904 úr brunasteininum fyrrnefnda og tilhöggnu grjóti frá nágrannabænum Björgum. Húsið er um 170 fermetrar.

Annar áfangi uppbyggingar Amtmannssetursins er endurreisn Stefánsfjóss. Þar á að koma upp minja- og sögusafni um brautryðjandann Stefán Stefánsson. Þar verður einnig lítið grasafræðasafn en á Möðruvöllum skrifaði Stefán Flóru Íslands sem kom fyrst út árið 1900. Vestan við fjósið verður lítill grasagarður.

Í fjósinu er einnig gert ráð fyrir sýningaraðstöðu og það á að hýsa legsteina amtmanna, sem nú liggja undir skemmdum í kirkjugarðinum. Í sýningarsal verða settar upp margskonar sýningar sem tengjast sögu Möðruvalla, t.d. uppgjör á klausturstímanum, saga amtmanna, skáldin og náttúrufræðingarnir frá Möðruvöllum, Möðruvallaskólinn o.fl.

Þeir sem hafa styrkt varðveislu Stefánsfjóss fram til þessa auk heimamanna eru Húsafriðunarsjóður, Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og barnabarn Stefáns og Þjóðhátíðarsjóður. Leitað verður til ríkissjóðs auk annarra sjóða til að kosta endurbygginguna.

Til baka

Um vefinnTilgangur vefsins er að kynna þá þjónustu sem er í boði á Hörgársvæðinu.
Flokkun á þjónustunni efst á vefnum auðveldar leitina að réttu þjónustunni.

SvŠ­i

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf