Visithorga.is

Amtmannssetrið á Möðruvöllum (ses) var stofnað 1. mars 2006. Það hefur þann megintilgang að endurreisa merkar byggingar á Möðruvöllum í Hörgárdal og að

Amtmannssetri­ M÷­ruv÷llum

Amtmannssetrið á Möðruvöllum (ses) var stofnað 1. mars 2006. Það hefur þann megintilgang að endurreisa merkar byggingar á Möðruvöllum í Hörgárdal og að koma á framfæri sögu staðarins á lifandi hátt með því að skapa aðlaðandi og frjótt umhverfi fyrir skóla, námsfólk og ferðamenn sem áhuga hafa á stjórnmála-, menningar- og kirkjusögu, náttúruvísindum og landbúnaði.

Stofnendur Amtmannssetursins eru Landbúnaðarháskóli Íslands, Hörgársveit, Möðruvallaklausturskirkjusókn og Prestssetrasjóður.

Gert er ráð fyrir að uppbygging Amtmannssetursins verði fjármögnuð að mestu af opinberu fé frá ríki og sveitarfélögum ásamt félögum og fyrirtækjum sem vilja styrkja atvinnu- og menningarstarfssemi á Eyjafjarðarsvæðinu.

Uppbyggingunni er skipt upp í fjóra vel afmarkaða áfanga sem hver getur staðið sjálfstætt rekstrarlega. Starfsemin hófst 26. maí 2007 þegar fyrsta áfanga uppbyggingarinnar lauk sem var endurreisn Leikhússins.

Í stjórn Amtmannssetursins (2009) sitja;
Davíð Stefánsson ráðgjafi, Reykjavík (formaður)
Halla Björk Þorláksdóttir kennari, Baldursheimi
Jón Þór Brynjarsson, Hjalteyri

Framkvæmdastjóri er Þóroddur Sveinsson á Möðruvöllum sem auk stjórnarmanna veitir allar nánari upplýsingar (thorodd@lbhi.is). Þeir sem vilja kynna sér skipulagsskrá og/eða uppbygginga- og viðskiptaáætlun Amtmannssetursins geta nálgast þær hjá framkvæmdastjóra í síma 843 5331.


til baka

Um vefinnTilgangur vefsins er að kynna þá þjónustu sem er í boði á Hörgársvæðinu.
Flokkun á þjónustunni efst á vefnum auðveldar leitina að réttu þjónustunni.

SvŠ­i

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf